VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Útvarpsguðsþjónusta 1. febrúar

Orgel HjallakirkjuÞann 1. febrúar verður guðsþjónustu útvarpað frá Hjallakirkju kl. 11. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, organisti er Kjartan Sigurjónsson. Félagar úr kór Hjallakirkju syngja og leiða almennan söng. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

Kaffi og djús eftir messu að venju.

Sunnudagaskóli verður kl. 13. Óli Jón og Kristín sjá um stundina ásamt presti.

By | 2016-11-26T15:48:19+00:00 28. janúar 2015 | 11:33|