VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Uppstigningardagur kl. 14

Guðsþjónusta í Digraneskirkju kl. 14. Sameiginleg messa Digraness- og Hjallasafnaða. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Sigurjón Ari Sigurjónsson flytur hugleiðingu. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar syngur. Hrafnhildur Ning Þórunnardóttir og Helena Ýr Stefánsdóttir leika á fiðlu.

Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á kaffi.

 the_ascension_jekel
By | 2016-11-26T15:48:16+00:00 11. maí 2015 | 11:28|