VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Guðsþjónusta fyrir vana og óvana

bigstock_Love_and_the_cross_metaphor_752188Guðsþjónusta fyrir vana og óvana verður haldin sunnudaginn 23. ágúst kl. 11 hér í Hjallakirkju. Fermingarbörn og aðstandendur eru boðin sérstaklega velkomin og þar sem þetta er fyrsta formlega guðsþjónusta fermingarbarnanna í vetur munum við nota tækifærið og útskýra ýmis messuatriði fyrir viðstöddum. Tekið skal fram að vanir kirkjugestir eru líka hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónustan verður í umsjón prestanna og Ólafs Jóns Magnússonar guðfræðinema, sem tekur þátt í fermingarfræðslunni í vetur. Við orgelið verður Jón Ólafur Sigurðsson og félagar úr kór Hjallakirkju leiða söng.

Fermingarbörnin hafa þegar æft alla þá sálma sem sungnir verða og því er von á kraftmiklum söng.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kaffi, te og djús og eru allir kirkjugestir hvattir til að koma með einhvern fingramat og leggja með sér á borð í Pálínuboði.

 

By | 2016-11-26T15:48:14+00:00 20. ágúst 2015 | 13:55|