VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Jón Ólafur organisti kveður á sunnudag

KorstjoriSunnudaginn 30. ágúst leikur Jón Ólafur Sigurðsson organisti við sína síðustu messu sem organisti við Hjallakirkju. Hann hefur þjónað söfnuðinum í nákvæmlega 17 ár en það eru 51 ár síðan hann hóf að leika við kirkjulegar athafnir.

Félagar úr kór Hjallakirkju syngja, einsöngvari Kristín Halla Hannesdóttir. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Kirkjukaffi að lokinni messu.

Verið hjartanlega velkomin.

By | 2016-11-26T15:48:14+00:00 26. ágúst 2015 | 14:33|