VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Guðsþjónusta og fræðsla

Guðsþjónustan 20. september verður helguð málefnum flóttamanna.  Í stundinni verða tekinn samskot fyrir Hjálparstarf kirkjunnar til stuðnings flóttamannahjálpar þeirra.  Sr. Sigfús leiðir stundina en sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda predikar.  Tónlist verður í höndum félaga úr kór kirkjunnar sem Guðný Einarsdóttir leiðir ásamt því að leika á orgelið.  Eftir messu verður létt máltíð í safnaðarheimili og Þórir Guðmundsson deildarstjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins flytur fræðsluerindi.

Sunnudagaskóli verður á sama tíma í salnum niðri í umsjón Kristínar og Hilmars.KIF_0717-150x150

By | 2016-11-26T15:48:14+00:00 15. september 2015 | 11:31|