VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Útgáfutónleikar í Hjallakirkju kl. 18, fimmtudaginn 5. nóvember

Lítil saga úr orgelhúsi er skemmtilegt tónlistarævintýri fyrir börn á öllum aldri sem er komið út á bók og diski. Sagan gerist í orgelhúsi og það gengur á ýmsu hjá pípunum í orgelinu. Útgáfutónleikar verða í kvöld. Flytjendur á tónleikunum eru þau Guðný Einarsdóttir, orgelleikari og höfundur sögunnar og Bergþór Pálsson sem er sögumaður. Myndirnar gerði Fanney Sizemore en þeim verður varpað á tjald jafnóðum á sýningunni. Tónlistina samdi Michael Jón Clarke. Aðgangur ókeypis. Eftir sýninguna verður boðið upp á smáhressingu og bókin verður til sölu á tilboðsverði.

By | 2016-11-26T15:48:12+00:00 5. nóvember 2015 | 11:33|