VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Stuttmessa, sunnudagaskóli og jólaball 13. des

Það verður mikið um að vera í Hjallakirkju sunnudaginn 13. des á þriðja sunnudegi í aðventu. Sunnudagaskólin hefst á sínum stað í salnum niðri kl. 11 eftir smá gleði þar færum við okkur í salinn uppi og dönsum í kringum jólatréð.  Jólasveinn hefur boðað komu sína.  Messugestir mæta á sama tíma í kirkjuna.  Messan verður innihaldsrík en með styttra móti svo þeir sem hafa áhuga geti blandað sér í gleðina á jólaballinu. Þar verður einnig í boði kaffi og djús fyrir þá sem vilja.  Sjáumst á sunnudaginn.desember ´10 023

By | 2016-11-26T15:48:12+00:00 8. desember 2015 | 12:53|