VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fjölskyldumessa 10. janúar

Við hefjum nýtt ár í Hjallakirkju með fjölskyldumessu þann 10. janúar kl. 11. Þetta verður fjörug og gefandi stund sem Kristín Rut, Guðný og Sigfús leiða.  Það verða sungin falleg lög úr sálmabók barnanna, farið í léttan leik, biblíusaga lesin og brúðuleikhús.  Sjáumst í kirkjunni okkar á sunnudaginn.sunnudagskoli

By | 2016-11-26T15:48:10+00:00 6. janúar 2016 | 10:06|