VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa og sunnudagaskóli 28. febrúar

clipart-music-notes-bcyE4zxcLMessa kl. 11. Ólafur Jón Magnússon guðfræðinemi predikar. Halldór Óli Ólafsson, fermingarbarn, leikur einleik á flygil. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Hjallakirkju syngja og leiða söng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, organista. Fermingarbörn aðstoða sem messuþjónar. Meðhjálpari Dýrleif Ingvarsdóttir. Kaffisopi eftir messu.

Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, brúðuleikhús og fleira skemmtilegt. Umsjón Markús Bjarnason og Anna Lovísa Daníelsdóttir. Hressing eftir stundina að vanda.

By | 2016-11-26T15:48:10+00:00 25. febrúar 2016 | 09:19|