VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fermingar 2017

ferming1Talsvert hefur verið spurt um fermingardaga 2017. Því er okkur ljúft að tilkynna að hér í Hjallakirkju verður fermt þann 2. og 9. apríl á næsta ári. Hægt er að skrá fermingarbörn næsta árs á vef Hjallakirkju.

Sent verður bréf til foreldra og forsjármanna þeirra barna sem eru í sókninni og eru á fermingaraldri og boðaður fundur 11. maí kl. 18 hér í Hjallakirkju. Hægt er að skrá fermingarbörn næsta árs á vef Hjallakirkju.

Gert er ráð fyrir fermingarnámskeiði 18-23. ágúst. Fræðsla  verður 18. -19. ágúst,  messa sunnudaginn 21. ágúst og aftur fræðsla þann 22. og 23ja).

Þau sem ekki komast á ágústnámskeið munu mæta á námskeið í september. Síðan verða fræðslustundir mánaðarlega og ýmislegt fleira á dagskrá.

By | 2016-11-26T15:48:09+00:00 12. apríl 2016 | 13:03|