VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fermingarfræðslunámskeið 18 og 19 ágúst.

Fermingarfræðsla vetrarins er að hefjast í Hjallakirkju. Við byrjum með látum fimmtudaginn 18 ágúst. Þann dag og föstudaginn 19 verða fermingarbörn næsta vetrar í kirkjunni. Fermingarbörn úr Álfhólsskóla eru hjá okkur báða dagana frá kl. 9- 12 og fermingarbörn úr Snælandsskóla frá kl. 13-16.

Sunnudaginn 21. ágúst er svo guðsþjónusta þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Það verður boðið upp á hressingu eftir messu í safnaðarheimilinu. Fermingarbörnin munu takk þátt í og leiða stundina.Hjallakirkja

By | 2016-11-26T15:48:07+00:00 12. ágúst 2016 | 11:08|