VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

15. janúar kl. 11 er hefðbundin messa á efri hæðinni hjá okkur í Hjallakirkju.  Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar og predikar. Guðný Einarsdóttir verður við orgelið og félagar úr kór kirkjunnar leiða sálmasöng. Texti dagsins er frásögnin af samfundum Jesú og Sakkeusar.

Á neðri hæðinni verður sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Markúsar og Heiðbjartar.

Kaffisopi, djús og kex á eftir.

By | 2017-01-13T11:34:51+00:00 13. janúar 2017 | 11:33|