VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Páskaeggjabingó 10. apríl kl. 19.30

Árlegt páskaeggjabingó Hjallakirkju verður að venju haldið mánudag fyrir páska.  Það er því næsta mánudag 10. apríl og hefst kl. 19.30.  Bingóið fer fram í salnum á efri hæð kirkjunnar og eru allir velkomnir. Spjaldið kostar 400 kr. og rennur allur ágóði í spilasjóð barnastarfs kirkjunnar.

By | 2017-04-04T14:33:51+00:00 4. apríl 2017 | 14:33|