VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Sunnudagaskólinn býður í heimsókn

Sunnudagaskólinn býður í heimsókn. kl. 11 á sunnudaginn verður allt helgihald í Hjallakirkju í salnum á neðri hæð kirkjunnar. Það er heimavöllur sunnudagaskólans sem býður öðrum kirkjugestum í heimsókn. Þetta er síðasti sunnudagaskóli vetrarins og því tökum við öll þátt í honum. Umsjón með stundinni hafa Markús Bjarnason, Heiðbjört Arney og sr. Sigfús Kristjánsson. Eftir stundina verður léttur hádegisverður í salnum niðri.

By | 2017-04-25T16:25:33+00:00 25. apríl 2017 | 16:25|