VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Sumaropnunartími Hjallakirkju

Gleðilegt sumar. vegna sumarleyfa starfsfólks er opnunartími kirkjunnar styttur yfir sumarmánuðina. Frá og með 19. maí er opnunartími kirkjunnar þriðjudagar-fimmtudagar kl. 10-14. Lokað verður í júlí.

Messað verður í Hjallakirkju alla sunnudaga í maí og júní. Lokað verður í Hjallakirkju í júlí.  Helgihald þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi er sameiginlegt yfir sumarmánuði. Messað er í Hjallakirkju í júní, Digranesi í júlí og Kópavogskirkju í Ágúst. Messurnar eru ávallt kl. 11. Sunnudagaskóli verður kl. 11 alla sunnudaga í sumar í Lindakirkju.

Alltaf er hægt að senda okkur línu í tölvupósti og við minnum einnig á vaktsíma presta fyrir erindi sem ekki þola neina bið.

By | 2017-05-19T11:44:49+00:00 19. maí 2017 | 11:44|