VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Sameiginleg Hjalla og Digranessafnaðar á uppstigningardag.

Á uppstigningardag er sameiginleg guðsþjónusta Digranes- og Hjallasafnaða kl. 14. Uppstigningardagur er sérstaklega tileinkaður eldri borgurum í kirkjunni. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, syngja. Kórstjóri og organisti er Bjartur Logi Guðnason. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Í lok guðsþjónustunnar syngja Söngvinir nokkur vel valin lög.

Eftir stundina í kirkjunni er öllum kirkjugestum boðið í kaffi. Hlökkum til að sjá ykkur.

By | 2017-05-24T12:58:35+00:00 24. maí 2017 | 12:58|