VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Fermingarnámskeið hefst á mánudaginn 14. ágúst.

Það verður mikið fjör í Hjallakirkju í næstu viku þegar fermingarbörn næsta árs hefja sína fræðslu. Þau verða hjá okkur í fjóra daga 1-17 ágúst. Fermingarbörn úr Álfhólsskóla mæta 9-12 og fermingarbörn úr Snælandsskóla 13-16.  Sunnudaginn 20 ágúst verður svo messa fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra og munu fermingarbörnin fara með stórt hlutverk í messunni. 

By | 2017-08-09T13:08:49+00:00 9. ágúst 2017 | 13:08|