VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Messa og sunnudagaskóli 15. október.

Á sunnudaginn verður messa kl. 11 að venju og sunnudagaskóli á sama tíma.

Í messunni fjöllum við um peninga : ,,Þegar þú getur gefið eitthvað af þér, jafnvel þótt þú hafir lítið milli handanna, þá ertu ekki fátækur. En ef þér finnst erfitt að gefa frá þér, jafnvel þótt þú eigir nóg, þá ertu fátækur, hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eða ekki.”

Sr. Karen Lind leiðir stundina og Guðný Einarsdóttir organisti ásamt kór Hjallakirkju flytja fallega tónlist.

Markús og Heiðbjört taka vel á móti börnum og fjölskyldum þeirra á neðri hæð kirkjunnar og allir fá límmiða og almenna gleði með sér heim.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest 🙂

By | 2017-10-13T13:12:52+00:00 13. október 2017 | 13:09|