VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Jólaball sunnudagaskólans sunnudaginn 17. desember kl. 11.00.

 

Jólaball sunnudagaskólans verður sunnudaginn 17. desember kl. 11.00. Við byrjum á helgistund í kirkjunni þar sem meðal annars barnakór Hjallakirkju syngur.

Eftir það förum við inn í safnaðarsalinn og dönsum í kringum jólatréð og fáum góðan gest í heimsókn.

Um stundina sjá sr. Sunna Dóra Möller og Guðný Einarsdóttir organisti.

Verið hjartanlega velkomin!

By | 2017-12-15T11:28:56+00:00 15. desember 2017 | 11:28|