Loading...

Helgihald

/Helgihald
Helgihald 2018-02-08T09:02:57+00:00

Messur / Guðsþjónustur

Alla sunnudaga kl. 11

Guðsþjónustur/messur eru hvern sunnudag í Hjallakirkju kl. 11. Sá háttur hefur verið á undanfarin ár að bjóða upp á mikla fjölbreytni í helgihaldi. Mismunur guðsþjónustanna felst aðallega í tónlistarflutningi, eins og sjá má t.d. í tónlistarmessum/guðsþjónustum. Þá er sérstök áhersla lögð á tónlistarflutning, kór kirkjunnar flytur t.a.m. stærri verk.

Í fjölskyldu- og lofgjörðarguðsþjónustum er mikil fjölbreytni í tónlist, þá taka m.a. barnakórar þátt í guðsþjónustunni, einsöngvarar eða hljóðfæraleikarar. Stundum mætir Þorvaldur Halldórsson í lofgjörðarguðsþjónustur og leikur af sinni alkunnu snilld.

Í almennum guðsþjónustum og messum (með altarisgöngu) notumst við hins vegar við hefðbundna sálma og tónlistarflutning. Eins og sjá má á ofansögðu ætti allt sóknarfólk að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og kynnst því hvernig við fáum lofað Guð á marga vegu.

Messa alla sunnudaga kl. 11

Messuhópar

Messuhópar eru starfræktir í Hjallakirkju. Hugmyndin að baki er sú að auka með því þátttöku safnaðarfólks í helgihaldinu og að það verði sýnilegra í öllum þáttum þess. Um 4-5 hópar hafa verið myndaðir með u.þ.b. 3-5 manns í hverjum. Þátttakendur annast t.d. ritningarlestra, undirbúa kaffi eftir messu, lesa bænir og margt fleira.

Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni geta haft samband við presta kirkjunnar. Öllum er velkomið að taka þátt.