VAKTSÍMI

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Vaktsíminn er 843 0444

Loading...
Safnaðarstarf 2017-03-21T13:28:31+00:00

Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir í kirkjunni fyrir börn 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Markmiðið er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar. Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, leik og samveru í safnaðarsal kirkjunnar.

Krílasálmar eru alla þriðjudaga kl. 10:30 og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar má finna á krilasalmar.wordpress.com

Gæðastundir

Gæðastundir eru alla miðvikudagsmorgna frá 10 – 12. Þá er heitt á könnunni, blöð að fletta, fólk að spjalla við og verkefni dagsins er að gera dagskrá fyrir fundi komandi hausts og vetrar.

Að jafnaði er eitthvað efni tekið fyrir kl. 11 og er farið víða með efnistök, tónlist, myndlist, heilsutengt, ljóð og fleira.

Gæðastundir eru opnar öllum aldurshópum. Það er líka góð aðstaða fyrir fólk með lítil börn. Maður er manns gaman.

Umsjón hafa sr. Steinunn A. Björnsdóttir og Inga Hrönn Pétursdóttir.

Karlahópur

Karlar hittast annan hvern mánudag í Hjallakirkju til að ræða mál sem karlar ræða almennt ekki.  Kvöldið hefst með bænastund kl 19:30 en eiginleg dagskrá hefst kl 20:00 og stendur til kl 21:30.  Hópurinn er á breiðu aldursbili,  menn með ólíkan bakgrunn, fjölbreytta menntun og eitt sameiginlegt einkenni, að vera tilbúnir að gefa af sér og taka við.  Dagskrá fundanna er ákveðin af þátttakendum og gjarnan hefur einn framsögu um tiltekið málefni eða bókarkafla og síðan gengur umræðan hring, öllum tryggt að taka til máls en jafnframt einnig að sitja hjá.  Í karlahópnum ríkir traust, gagnkvæm virðing og síðast en ekki síst umhyggja.

Nánari upplýsingar veita:

Aldraðir

Opið hús

Opið hús í Hjallakirkju er samvera eldri borgara í hádeginu annan hvern fimmtudag. Þar hittumst við í safnaðarsalnum og borðum saman hádegismat sem seldur er á vægu verði. Gjarnan er farið með gamanmál eða fengnir gestir í heimsókn á þessum stundum.  Oftar en ekki kemur fyrirlestur, hugleiðing eða ferðasaga frá þátttakendum Opna hússins. Við endum svo alltaf með helgistund í kirkjunni. Miðað er við að samveran hefjist kl. 12 og ljúki svo um kl. 14.

Við starfsfólk Hjallakirkju bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Opið hús og hlökkum til að sjá ykkur í vetur.

AA fundir

Á þriðjudagskvöldum eru opnir AA bókarfundir í Hjallakirkju 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Prédikunarklúbbur presta

Þriðjudagsmorgna kl. 9:15 hittast prestar og djáknar í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Hjallakirkju í prédikunarklúbbi. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prófastsdæmisins, stýrir samverunum og er viðfangsefni hverrar stundar prédikunartexti næsta sunnudags. Markmið klúbbsins er einnig að stuðla að samfélagi milli nágrannapresta og auka tengslin milli kirknanna. Allt áhugafólk um guðfræði er velkomið í klúbbinn.

ITC Fífa

Fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann hittast konur á vegum ITC samtakanna á Íslandi. ITC er félagsskapur sem býður upp á sjálfsnám og sjálfstyrkingu, t.d. þjálfun í ræðumennsku, fundarsköpum, nefndarstörfum, mannlegum samskiptum og fleira. Markmið ITC er að hvetja til aukins persónulegs þroska einstaklingsins, með því að:

  • Skapa tækifæri til að æfa tjáskipti, samskipti og stjórnun á reglulegum deildarfundum og með þátttöku í nefndarstörfum, stjórnarstörfum og samvinnu á efri stigum samtakanna
  • Gefa kost á hæfnismati eða mati á því hvort aðili hefur nýtt sér námsefni, ásamt ábendingum um áframhaldandi framfarir og þjálfun

Í Hjallakirkju starfar ITC deildin Fífa en tilgangur þeirra sem starfa í ITC Fífu er að þjálfa sig í ræðumennsku, fundarsköpum og mannlegum samskiptum. Allir eru hjartanlega velkomnir í heimsókn. Netfang ITC Fífu er itcfifa@isl.is.