Krílasálmar

//Krílasálmar
Krílasálmar 2018-02-11T02:11:53+00:00

Krílasálmar eru tónlistarstundir í kirkjunni fyrir börn 3ja – 18 mánaða og foreldra þeirra. Markmiðið er að vekja sönggleði og gefa foreldrum tækifæri til að tengjast börnum sínum í gegnum söng, leik og tónlist. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunnar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, vöggum börnunum, dönsum, hlustum á tónlist, leikum okkur og njótum samverunnar. Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, leik og samveru í safnaðarsal kirkjunnar.

Krílasálmar eru alla þriðjudaga kl. 10:30 og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar má finna á krilasalmar.wordpress.com