Loading...
Sumarforsíða2019-06-06T02:32:22+00:00

Guðsþjónusta sunnudaginn 23. júní kl. 11.

Á sunnudaginn kl 11. ætlum við að koma saman í Hjallakirkju og gefa okkur tíma til að lofa Guð. Við þökkum fyrir allt hið góða sem hann gefur svo örlátlega og líka það erfiða sem þroskar okkur og eflir. Þegar við erum glöð skulum við þakka, og þegar við erum sorgmædd skulum við lofa Drottin.

By |19. júní 2019 | 14:37|

Opnunartími

Mánudagar: Lokað
Þriðjudaga – fimmtudaga: 10 – 14
Föstudagar: 10-13

Viðtalstímar eftir samkomulagi. Hafið samband við presta til þess að panta tíma.

Sr. Sunna Dóra: sunna@hjallakirkja.is
Sr. Karen Lind: karen@hjallakirkja.is

Vaktsími: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Messa á hvítasunnudag kl. 11.00 í Hjallakirkju

Messa í Hjallakirkju á Hvítasunnudag! Messa verður í Hjallakirkju á hvítasunnudag kl. 11.00. Þessi messa er í samstarfi við Digraneskirkju. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða messusöng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Verið velkomin!

By |7. júní 2019 | 10:44|

Helgistund sunnudaginn 2. júní kl. 11.00

Helgistund verður í Hjallakirkju sunnudaginn 2. júní kl. 11.00. Félagar úr Kór Hjallakirkju leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Verið velkomin!

By |31. maí 2019 | 11:58|

Helgistund og safnaðarfundur sunnudaginn 26. maí kl. 11.00

Sunnudaginn 26. maí er helgistund í Hjallakirkju kl. 11.00. Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Að lokinni helgistund verður safnaðarfundur þar sem fólki gefst kostur á að gefa bjóða sig fram í kjörnefnd Hjallakirkju til næstu fjögurra ára. Verið velkomin!

By |23. maí 2019 | 11:11|

Skrá mig í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Skráningin er gerð hjá Þjóðskrá Íslands og einfaldast er að gera hana í gegnum netið.

FULLORÐNIR
BÖRN 15 ÁRA OG YNGRI