Sunnudaginn 6. mars verður nóg um að vera í Hjallakirkju. Þetta er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og verður að því tilefni guðsþjónusta kl. 11 með ríkri þátttöku unglinga og leiðtoga í æskulýðsstarfinu. Þorvaldur Halldórsson ætlar að leiða tónlistina með aðstoð nokkurra unglinga. Sr. Íris Kristjánsdóttir og Þráinn Haraldsson, æskulýðsfulltrúi, leiða guðsþjónustuna og unglingar lesa ritningarlestra og bænir. Sunnudagaskólinn er svo kl. 13 og síðla dags, kl. 17 verður svo Batamessa. Um er að ræða messu í anda 12 spora starfsins í kirkjunni og Vina í bata. Þetta er notaleg stund þar sem tækifæri gefst til hugleiðingar og bæna. Að messu lokinni er boðið upp á léttan kvöldverð. Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju á sunnudaginn.