Sunnudaginn 20. mars verður messa í Hjallakirkju kl. 11. Fríða Rún Frostadóttir, ung stúlka í sókninni, mun gleðja viðstadda með hörpuleik. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Jóns Ólafs, organista. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Eftir hádegi kl. 13 er svo sunnudagaskóli og kl. 17 verða orgeltónleikar. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, leikur á orgelið. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin í Hjallakirkju næsta sunnudag!