Í Hjallakirkju verða tónleikar laugardaginn 26. mars kl. 16 á vegum Kammerkórs Reykjavíkur. Kórinn flytur Messu í G-dúr eftir Franz Schubert svo og fjölbreytilega aðra kirkjutónlist eftir íslenzka og erlenda höfunda. Sigurður Bragason stjórnar og Bjarni Þ. Jónatansson leikur á orgel. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Miðaverð er kr. 2.000 en 1.000 fyrir aldraða og öryrkja. Miðar fást hjá kórfélögum og við innganginn.