Sunnudaginn 27. mars verður messa í Hjallakirkju kl. 11 og aðalsafnaðarfundur strax að messu lokinni. Boðið er upp á léttan hádegisverð á meðan fundurinn stendur yfir. Venjuleg aðalfundarstörf fara fram. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar í messunni og kórinn leiðir safnaðarsönginn. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sálmar: 129, 55, 227, 10, 47, 41.

Sunnudagaskóli er kl. 13. Orgeltónleikar verða svo kl. 17, Helga Þórdís Guðmunsdóttir, organisti í Ástjarnarsókn, leikur ýmis verk á Björgvinsorgel kirkjunnar. Aðgangur er ókeypis.