Miðvikudaginn 30. mars fór fram útskrift úr farskóla leiðtogaefni í Dómkirkjunni.  Farskólinn er samstarfsverkefni ÆSKR, Biskupsstofu og ÆSKÞ.  Fjöldi ungra og efnilegra leiðtoga af höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í farskólanum sem er tveggja ára prógramm.
Að þessu sinni luku tvær stúlkur úr Hjallakirkju fyrra ári skólans.  Þetta eru þær Sóley Björk Atladóttir og Þuríður Dís Sverrisdóttir en þær eru einnig sjálfboðaliðar í barnastarfi safnaðarins.
Hjallakirkja óskar þeim innilega til hamingju með útskriftina.