Í dag, 6. apríl, var tekin í notkun ný vefsíða Hjallakirkju. Sú gamla var komin nokkuð til ára sinna auk þess sem hún kostaði kirkjuna talsverðar fjárhæðir á ári hverju. Því var ákveðið að leita ódýrari leiða til að halda úti vefsíðunni og varð WordPress kerfið fyrir valinu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að kerfið er frítt og í stöðugri endurnýjun. Þá verður tölvupóstur kirkjunnar framvegis hýstur af Google. Það var Guðmundur Karl Einarsson sem setti upp nýju síðuna og mun hann jafnframt verða kirkjunni innan handar með viðhald hennar.