Ferming 10. apríl kl. 10.30

Tvær fermingar fóru fram síðasta sunnudag, 10. apríl. 37 fermingarbörn mættu í kirkjuna í sínu fínasta pússi og játuðust Jesú Kristi af heilum hug. Það er yndislegt að taka þátt í athöfn sem þessum þar sem gleði og eftirvænting skín úr hverju andliti og fjölskyldur koma saman til að fagna tímamótum í lífi barna sinna. Veðrið setti svip sinn á daginn, það hvein og brakaði vel í kirkjunni en það bætti bara stemninguna. Næstu helgi fermast svo 32 fermingarbörn til viðbótar þannig að hátíðin heldur áfram. Við óskum fermingarbörnum og foreldrum hjartanlega til hamingju með ferminguna og biðjum þeim Guðs blessunar um alla framtíð.