Mánudaginn 18. apríl verður hið árlega páskaeggjabingó í safnaðarheimili Hjallakirkju, efri hæð. Bingóið hefst kl. 19.30 (ath. breytta tímasetningu) og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Í verðlaun verða páskaegg af öllum stærðum og gerðum. Bingóspjaldið kostar kr. 300. Allur ágóði af bingóinu rennur til barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar.

Annars staðar hér á síðunni má sjá upplýsingar um helgihald í kirkjunni í kyrru viku og á páskum. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.