Það skein gleði og eftirvænting úr andliti barnanna sem mættu í páskaeggjabingó í Hjallakirkju á mánudagskvöldið en bingóið er haldið til styrktar barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Ekki tóku öll með sér páskaegg heim eftir kvöldið en öll tóku fullan þátt í skemmtuninni. Páskaeggjabingó er árlegur viðburður í Hjallakirkju og alltaf haldið á mánudagskvöldi í dymbilviku. Þangað mæta bæði börn og fullorðnir svo þetta er sannkölluð fjölskylduskemmtun. Nú sem endranær voru vinningshafarnir af öllum stærðum og gerðum en heppnastur þeirra var ungur drengur sem fékk risaeggið í lokin. Framundan í kirkjunni er helgihald dymbilviku og páska sem nánar er kynnt hér á síðunni. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.

[nggallery id=27]