Á Skírdag kl. 14 verður Skátamessa í Hjallakirkju. Sr. Sigfús Kristjánsson leiðir stundina og Jón Ólafur, organisti, safnaðarsönginn. Að messu lokinni mun skátafélagið Kópar leiða skrúðgöngu frá kirkjunni og að skátaheimilinu þar sem boðið verður upp á kaffi. Nánari dagskrá dagsins á vegum Kópa má sjá hér.