[singlepic id=302 w=320 h=240 float=right]Næsta sunnudag sem er fyrsti sunnudagur eftir páska verður hefðbundin guðsþjónusta í Hjallakirkju. Séra Sigfús Kristjánsson þjónar og Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og leiðir söng ásamt félögum úr kór kirkjunnar. Sunnudagaskólinn verður svo kl. 13, sá síðasti verður þann 8. maí.