Barnastarfshátíð 8. maí

Sunnudaginn 8. maí verður vorhátíð barnastarfsins í Hjallakirkju kl. 13. Allir krakkar í yngra barnastarfi kirkjunnar, í kirkjuprökkurum og Sunnudagaskólanum eru boðin hjartanlega velkomin – og að sjálfsögðu allir aðrir, ungir og aldnir. Á hátíðinni verður sungið og leikið, innan eða utandyra, allt eftir veðri. Síðan munum við gæða okkur á gómsætum grilluðum pylsum. Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju á sunnudaginn.

By |2016-11-26T15:48:49+00:001. maí 2011 | 21:48|