Miðvikudaginn 4. maí kl. 18 verður haldinn kynningarfundur um fermingarstörf í Hjallakirkju veturinn 2011-2012. Á fundinn eru sérstaklega boðin velkomin væntanleg fermingarbörn fædd 1998 og foreldrar þeirra. Farið verður yfir tilhögun fermingarfræðslunnar á næsta vetri en hún hefst með námskeiði í ágúst fyrir þau fermingarbörn sem það kjósa. Einnig er hægt að hefja fræðsluna í september. Eftir fundinn verður hægt að skrá sig í fræðsluna, það er einnig hægt hér á síðunni, undir Fermingarstarf / Skráning.