Þann 11. maí verður garðdagur í Hjallakirkju. Þá ætlum við að hreinsa til í beðum á lóðinni og snyrta aðeins garðinn eftir veturinn. Öll sem áhuga hafa eru boðin velkomin að taka þátt, við byrjum kl. 17 og höldum áfram eitthvað fram eftir kvöldi. Þar sem kirkjan á ekki garðáhöld þá er gott að taka með sér þar til gerð áhöld. Um kvöldmatarleytið mun svo gallharða garðyrkjufólkið gæða sér á grilluðum pylsum og með því. Verið hjartanlega velkomin á garðdag í kirkjunni ykkar.