Það var líf og fjör í Hjallakirkju á vorhátíð barnastarfsins. Veðrið lék við okkur, 17 stiga hiti og blankalogn á þessum fallega vordegi. Börn og fullorðnir nutu sín við leik og skemmtun, farið var í hringleiki og hlaupaleiki, snú snú og boltaleiki, og stéttin var skreytt fallegum myndum eftir börnin. Síðan var boðið upp á grillaðar pylsur og Svala. Vorhátíðin var mjög vel heppnuð og ánægjulegt að enda veturinn á þennan hátt. Ef veðrið í dag segir eitthvað til um sumarið framundan þá eigum við sannarlega von á góðu!
[nggallery id=29]