Vorferð Opna hússins fyrir eldri borgara í Hjallakirkju verður farin þann 12. maí n.k. Lagt er af stað frá Hjallakirkju kl. 12 og komið heim síðdegis. Þetta er óvissuferð svo áfangastaðurinn er ekki gefinn upp, en sannarlega verður um skemmtilega og áhugaverða ferð að ræða. Kostnaður er kr. 3000 á mann og eru allir hjartanlega velkomnir. Þau sem vilja taka þátt í ferðinni eru beðin um að hafa samband við kirkjuvörð í síma 554-6716 eigi síðar en þriðjudaginn 10. maí.