Það var stuð og stemning á garðdeginum við Hjallakirkju núna á miðvikudaginn. Nokkrir fílefldir einstaklingar, á öllum aldri, mættu á staðinn og sögðu arfa og rusli stríð á hendur. Garðurinn var hreinsaður að hluta, ekki veitti af því illgresi hafði fengið þar að dafna í of langan tíma. Þegar loks fór að sjást í brúna mold og fögur tré fengu dugnaðarforkarnir sér pylsur og með því. Garðurinn mun í sumar fá aukna andlitslyftingu en það er gaman að hefja vorverkin á þennan hátt, efla samheldni og skíta aðeins út hendurnar í leiðinni. Kærar þakkir, þið sem mættuð og hjálpuðu til við hreinsunina!
[nggallery id=31]