Það má auðvitað spyrja sig hvað brúður og aldraðir eiga sameiginlegt en eftir heimsókn í Brúðuheima í Borganesi þá er þeirri spurningu auðsvarað. Enginn var svikinn af mikilli skemmtun og upplifun af þeim 40 þátttakendum sem komu með í hina árlegu vorferð Opna hússins í Hjallakirkju. Vel var tekið á móti okkur á þessum fallega stað í Englendingavík í Borgarnesi. Við fengum að sjá stórfenglega leiksýningu, skoðuðum fjölmargar brúður og brúðuleikhús, og gæddum okkur svo á vöfflum á kaffihúsi staðarins. Brúður eiga sannarlega erindi við fólk á öllum aldri, strengjabrúður eru listform sem alltof fáir þekkja og því var gaman að kynnast hinni frábæru starfsemi sem fram fer í Brúðuheimum. Skoðið endilega myndirnar hér fyrir neðan sem teknar voru á svæðinu. Það er næsta víst að hver sem heimsækir þessa undra heima verður ekki fyrir vonbrigðum.

 

[nggallery id=32]