Þráinn ásamt vígslubróður sínum, Sigurvini Jónssyni

Þann 15. maí var æskulýðsfulltrúinn okkar, Þráinn Haraldsson, vígður prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Alls voru fjórir prestar og tveir djáknar vígðir við hátíðlega athöfn til starfa í söfnuðum hér á landi og í Noregi. Í sumar mun Þráinn hefja störf í Álasundi í Noregi þar sem hann þjónar við stóra sókn ásamt tveimur öðrum prestum. Þráinn hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi Hjallakirkju um margra ára skeið og verður að sjálfsögðu sárt saknað. Samstarfsfólk og sóknarnefnd Hjallakirkju óskar Þráni hjartanlega til hamingju með vígsluna og þakkar kærlega fyrir störfin í þágu safnaðarins. Við biðjum honum og fjölskyldu hans Guðs blessunar á nýjum slóðum.

 

[nggallery id=33]