Þráinn tekur við vígslubréfi sínu af hr. Karli Sigurbjörnssyni, biskupi

Eins og fram kom í nýlegri frétt hér á síðunni þá vígðist æskulýðsfulltrúinn okkar, Þráinn Haraldsson, til prests í Noregi nú á dögunum. Þráinn mun halda til Noregs í sumar ásamt fjölskyldu sinni en næsta sunnudag, 29. maí kl. 11, mun hann þjóna við sína fyrstu messu hér í Hjallakirkju. Jón Ólafur, organisti, situr við orgelið og leiðir safnaðarsönginn. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.