
Úr Opnu húsi í Hjallakirkju í vetur, starfi fyrir eldri borgara
Á Uppstigningardag, 2. júní, verður guðsþjónusta í Digraneskirkju kl. 14. Hjalla- og Digranessöfnuðir hafa til margra ára haldið sameiginlega guðsþjónustu á þessum degi og nú er komið að þeim í Digraneskirkju. Sr. Yrsa Þórðardóttir þjónar við guðsþjónustuna og fólk úr kirkjustarfi aldraðra aðstoðar m.a. við lestur ritningargreina. Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á kaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin í Digraneskirkju á Uppstigningardag.