Sjómannadagurinn er næsta sunnudag, 5. júní. Þá verður messa í Hjallakirkju kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og Jón Ólafur, organisti, stýrir söngnum. Lexía dagsins er úr Davíðssálmi 107. Þar segir meðal annars:

Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra. Hann breytti storminum í blíðan blæ og öldur hafsins lægði. Þeir glöddust þegar þær kyrrðust og hann leiddi þá til þeirrar hafnar sem þeir þráðu. Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn.