Eftirfarandi bréf var sent til foreldra fermingarbarna í Hjallasókn sem hafa skráð sig í fermingarfræðslu veturinn 2011-2012:
Á fundi með fermingarbörnum og foreldrum 4. maí s.l. fór fram kynning á fyrirkomulagi fermingarstarfa í Hjallasókn veturinn 2011-2012, þá sérstaklega væntanlegu ágústnámskeiði fyrir þau fermingarbörn sem það kjósa. Í beinu framhaldi fór fram skráning í fermingarnámskeið á vegum kirkjunnar þar sem fermingarbörnin völdu um það að hefja námskeið í ágúst eða september. Mikill meirihluti fermingarbarnanna ákvað að hefja fermingarstörf í ágúst og fer það námskeið fram dagana 15.-18. ágúst n.k. í Hjallakirkju. Námskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður hópnum skipt upp sem hér segir:
Fermingarbörn úr Álfhólsskóla mæti kl. 9-12.
Fermingarbörn úr Snælandsskóla mæti kl. 13-16.
Athugið að námskeiðið hefst mánudaginn 15. ágúst og mæta þarf stundvíslega á neðri hæð Hjallakirkju. Frá og með fyrsta degi þurfa fermingarbörnin að hafa meðferðis skriffæri, fermingarkverið og Nýja testamentið. Fermingarkverið verður til sölu fyrsta dag námskeiðsins, það kostar kr. 2.500. Vinsamlega athugið að greiða verður fyrir kverið með peningum, við tökum ekki við greiðslukortum.
Greint verður frá framhaldi námskeiðsins yfir vetrarmánuðina fimmtudaginn 18. ágúst. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kirkjunnar, www.hjallakirkja.is og í síma 554-6716 á opnunartíma kirkjunnar, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10-16 og föstudaga kl. 11-14. Áríðandi er að tilkynningar um hvers kyns forföll berist frá foreldrum í tæka tíð.