Messa 28. ágúst

Sunnudaginn 28. ágúst verður messa í kirkjunni kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, organista. Ritningartexta dagsins má sjá hér, en þar segir m.a.:

„Hvað skal um þetta segja? Er Guð óréttvís? Fjarri fer því. Hann segir við Móse: „Ég miskunna þeim sem ég vil miskunna og líkna þeim sem ég vil líkna.“ Það er því ekki komið undir vilja manns eða áreynslu heldur Guði sem miskunnar.” Róm. 9.14-16

By |2011-08-23T13:32:56+00:0023. ágúst 2011 | 13:21|