Frímínútur í fræðslunni - djús og brauð handa öllum!

Í síðustu viku sátu rúmlega 80 börn fermingarnámskeið hér í Hjallakirkju. Það var sannarlega líf og fjör í kirkjunni bæði fyrir og eftir hádegi en hópnum var skipt í tvennt eftir skólum. Fermingarbörnin stóðu sig með stakri prýði og voru prestar og starfsfólk kirkjunnar afskaplega ánægð með þennan skemmtilega hóp. Fermingarfræðslan heldur áfram í vetur, fræðsluáætlun mun senn birtast hér á netinu þar sem nánari tímasetningar um mætingar koma fram. Að auki fara fermingarbörn í Vatnaskóg í september en sú ferð er bæði fræðslu- og skemmtiferð. Enn er hægt að skrá sig í fræðsluna, skráning fer fram hér á síðunni. Myndir frá ágústnámskeiði má einnig sjá hér.