Hafdís og Klemmi kíkja við á hverjum sunnudegi

Sunnudagaskólinn hefst aftur næsta sunnudag, 4. september, eftir sumarfrí. Að vanda byrjum við kl. 13 og eru allir krakkar hjartanlega boðnir velkomnir. Í vetur verður sannarlega mikið um að vera. Á hverjum sunnudegi er sögð biblíusaga með aðstoð ýmissa brúða, fjársjóðskistan verður á sínum stað og svo syngjum við auðvitað öll skemmtilegu sunnudagaskólalögin.

Í vetur munum við einnig sjá myndbrot á hverjum sunnudegi með þeim Hafdísi og Klemma sem margir krakkar þekkja af DVD diskinum Daginn í dag.

Öll börn fá ljósgeislamynd með sér heim á hverjum sunnudegi, aftan á þeim eru bænavers, sálmar eða ritningarstaðir.

Verið velkomin í sunnudagaskólann á sunnudaginn, við hlökkum til að sjá ykkur!

Þess má geta að allt barna- og æskulýðsstarf hefst svo í vikunni 4.-10. september. Sjá nánar annars staðar á síðunni.