4. September verður hefðbundin guðsþjónusta kl. 11. Sigfús Kristjánsson þjónar og Jón Ólafur Sigurðsson leikur á orgel og leiðir safnaðarsöng ásamt félögum úr kór kirkjunnar.
Kl. 13. er svo fyrsti sunnudagaskóli vetrarins og munum við þá sjá fyrsta myndbrotið af þeim Hafdísi og Klemma sem ætla að vera reglulegir gestir í sunnudagaskólanum í vetur.